
- This event has passed.
StrákaKraftur – stuðningshópur
1. október @ 20:00 - 22:00
|Endurteknir Viðburður (Sjá alla)
An event every 2 weeks that begins at 8:00pm on Þriðjudagur, repeating until 10. December 2019

StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga menn á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag kl. 20 í húsakynnum Krafts eða á öðrum fyrirfram ákveðnum snilldar stöðum.
Þrír viðburðir í október
- 1.október (þriðjudagur) – Matti markþjálfi mun vera með okkur en hann hefur þrjátíu ára reynslu af því að hjálpa öðrum að nýta hæfileika sína, setja sér markmið og láta drauma sína rætast. Boðið verður upp á léttar veitingar. Meldaðu þig á viðburðinn hér.
- 15.október (þriðjudagur) – StrákaKraftur hittist – auglýst síðar
- 29. október (þriðjudagur) – StrákaKraftur hittist – auglýst síðar
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að hitta aðra í sömu sporum sem búa að svipaðri reynslu.
Umsjónarmenn StrákaKrafts er Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Birkir Már Birgisson, félagsmaður. Hægt er að óska eftir inngöngu hér.