- Þessi viðburður er liðinn.
Perlað með Krafti

Þann 15.desember næstkomandi ætlum við hjá Krafti að safnast saman og perla armböndin sem við ætlum að selja til styrktar félaginu samhliða átakinu okkar sem hefst í janúar. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru litrík og falleg og auðveld í samsetningu svo allir geta tekið þátt.
Armböndin verða öll perluð í sjálfboðavinnu því óskum við eftir að vinir og vandamenn og aðrir velunnarar Krafts taki þátt í þessari skemmtilegu vinnu með okkur.
Sjálboðaliðar geta komið á milli kl. 17 – 22 og ráðið þeim tíma sem þeir perla með okkur. Við munum hafa heitt á könnunni, piparkökur og kósý jólastemmingu.
KOMIÐ OG PERLIÐ MEÐ KRAFTI ♥