Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Umsókn um styrk til lyfjakaupa

Hér er hægt að sækja um styrk til lyfjakaupa samkvæmt samningi Krafts og Apótekarans. Apótekarinn styrkir félagsmenn Krafts um ákveðna upphæð mánaðarlega í formi endurgjaldslausra lyfja sem tengjast krabbameini viðkomandi.

Þeir sem geta sótt um styrk til lyfjakaupa þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

a. Séu félagsmenn í Krafti og hafa greinst með krabbamein
b. Vera á aldrinum 18-45 ára
c. Skili inn læknisvottorði frá krabbameinslækni.

Uppfylli umsækjandi skilyrði, verða honum afhent lyf sem tengjast veikindum hans af völdum krabbameins, án endurgjalds í því útibúi Apótekarans sem hann tilgreinir í umsókn sinni.
Umsækjandi fær senda staðfestingu (beiðni) á tölvupóst sinn innan tveggja daga sem hann framvísar í því útibúi sem hann tilgreindi í umsókn sinni. Athugið að hver lyfjabeiðni gildir í 2 vikur í senn.
Hafðu skilríki meðferðis þegar þú ferð í apótekið að leysa út lyfin. 

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 866-9600 eða með því að senda tölvupóst á lyfjabeidni@kraftur.org.

Óska eftir styrk til lyfjakaupa

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni