StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga karlmenn á aldrinum 18 til 40 ára sem greinst hafa með krabbamein.

Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein er svo gott að geta hitt jafningja í sömu sporum, deila reynslu og fá stuðning frá hvor öðrum. Einstaklinga sem hafa skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur.

Róbert Jóhannsson fréttamaður og félagsmaður í Krafti er umsjónarmaður StrákaKrafts. Hittingar eru auglýstir undir viðburðir eða á Facebook síðu hópsins

„Það sem hjálpaði mest var að hitta aðra sem höfðu greinst. Kraftur bjargaði geðheilsunni hjá mér. Það var svo gott að hitta annan sem hafði lent í sömu sporum, deila reynslunni og heyra hvernig hann hafði tekist á við veikindin og allar þær aukaverkanir sem þeim fylgir þ.e. líkamlegar, andlegar og félagslegar“.

26 ára karlmaður sem greindist með ristilkrabbamein