1. GR.

Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Krafts og er eign Kraft, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

2. GR.

Sjóðsfé er framlag úr sjóði Krafts sem stjórn félagsins ákvarðar hvert starfsár.

3. GR.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk 18-45 ára sem greinst hefur með krabbamein með fjárframlagi þegar fjárhagserfiðleikar koma til vegna sjúkdómsins.

4. GR.

Stjórn Krafts skal á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund kjósa þrjá einstaklinga til að annast styrkveitingar úr sjóðnum. Stjórnin skal velja í úthlutunarnefnd einstaklinga sem hafa góða þekkingu á málefnum krabbameinsveikra og fjölskyldna þeirra. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. Um vanhæfi styrktarnefndarmanna, vegna umfjöllunar einstakra umsókna, gilda almennar reglur þ.a.l. Úthlutunarnefnd skal rita fundargerð um ákvarðanir sínar.

5. GR.

Styrkir úr styrktarsjóðnum er veittir samkvæmt umsókn í samræmi við reglur þessar. Hafa skal hliðsjón af fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni.

6. GR.

Félagsmenn í Krafti á aldrinum 18 – 45 ára, sem greinst hafa með krabbamein, hafa rétt til þess að sækja um styrk úr styrktarsjóðnum. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi eigi í fjárhagslegum erfiðleikum sem rekja má til sjúkdómsins. Svo sem vegna kostnaðar vegna rannsókna, læknisþjónustu, lyfja eða annars afleidds kostnaðar. Stjórn sjóðsins metur, skv. fyrirliggjandi gögnum, styrkhæfi umsækjenda. Skilyrði er að umsækjadi sé fullgildur félagi í Krafti. Einungis er hægt að sækja um styrk vegna kostnaðar 24 mánuði aftur í tímann frá dagsetningu umsóknar. Umsóknir um styrk skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgigögnum, til skrifstofu Krafts. Úhlutað verður úr Styrktarsjóðnum tvisvar á ári, í apríl og nóvember.

Með styrkumsókn skal senda eftirtalin gögn:

  1. a) Nýlegt læknisvottorð sem endurspeglar núverandi sjúkdómsgreiningu eða stöðu veikinda.
  2. b) Skattaskýrslur síðustu tveggja almanaksára. Ef skattaskýrslur endurspegla ekki núverandi fjárhagsstöðu er mikilvægt að sýna fram á það með gögnum.

7. GR.

Framkvæmdastjóri Krafts heldur saman nauðsynlegum gögnum vegna styrkumsókna sem sendir til stjórnar sjóðsins. Fundi í úthlutunarnefnd skal halda tvisvar á ári, svo fremi það liggi fyrir óafgreiddar umsóknir um styrki. Miða skal við að styrkumsókn sé afgreidd innan sex vikna frá því umsóknarfrestur rennur út. Heimilt er að binda greiðslu styrks því skilyrði að hann renni beint til greiðslu kostnaðar umsækjanda, sbr. 4. gr.

8. GR.

Öll gögn sem Styrktarsjóður Krafts berast er meðhöndlað sem trúnaðargögn og farið með þau sem slík hjá félaginu. Að lokinni úthlutun verður innsendum gögnum skilað, eða þeim eytt. Stjórn áskilur sér það að halda til haga kennitölu viðkomandi, nafni og upphæð styrks til að hægt sé að halda utan um úthlutanir styrkja.

Reglum síðast breytt og samþykkt af stjórn 12.júní 2023