Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

FítonsYoga


FítonsYoga eru blandaðir yogatímar. Annars vegar er lögð áhersla á að styrkja líkamann og hugann með yoga flæði. Hins vegar er lögð áhersla á teygjur, slökun og hugleiðslu. Í tímunum verður heimskpeki yoga kynnt fyrir þátttakendum.

FítonsYoga hentar öllum, stirðum og liðugum. Stelpum og strákum. Vönum og óvönum.

FítonsYoga er alla miðvikudaga klukkan 17:15 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 – allir velkomnir, ókeypis aðgangur og er skráning ekki nauðsynleg. 

Tímarnir eru bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.

UM KENNARANN

Elín Skúladóttir mun sjá um FítonsYoga en hún kynntist yoga fyrir rúmum áratug síðan þegar hún réð sig til starfa á lúxus skemmtiferðarskipi. Elín sigldi um höfin blá og kenndi yoga og hélt því áfram þegar hún kom í land. Hún hefur að mestu lokið meistaranámi í íþrótta- og heilsufræðum frá Háskóla Íslands. Elín hefur sjálf reynslu af krabbameini en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2017.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni