Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

FítonsYoga


FítonsYoga eru blandaðir yogatímar. Annars vegar er lögð áhersla á að styrkja líkamann og hugann með yoga flæði. Hins vegar er lögð áhersla á teygjur, slökun og hugleiðslu. Í tímunum verður heimskpeki yoga kynnt fyrir þátttakendum.

FítonsYoga hentar öllum, stirðum og liðugum. Stelpum og strákum. Vönum og óvönum.

FítonsYoga – byrjendanámskeið byrjar 21.janúar og er 6 vikna námskeið sem verður kennt 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:15 í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 – frekari upplýsingar og skráning hér.

Tímarnir eru bæði fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.

UM KENNARANN

Pála Margrét Gunnarsdóttir sér um FítonsYoga en hún kynntist jóga árið 2013, sem leið til að komast í gegnum verki sem tengdust vefjagigt. Árin liðu og nú hefur hún öðlast svo miklu meira með jóga en hana hafði órað fyrir, og er hamingjusamari og þakklátari fyrir vikið. Pála hefur tvisvar ferðast til Tælands til að læra jóga, og hefur nú lokið 500 klst jógakennararéttindum í Universal jóga. Hún kennir jóga bæði fyrir fullorðna og börn.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni