Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

FítonsKraftur

FítonsKraftur er á vegum Krafts – Stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. FítonsKraftur er endurhæfing í formi hreyfingar og útvistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein. Hópurinn er einnig hugsaður sem jafningjastuðningur og hvatning fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu. Lögð er áhersla á að miða æfingarnar að hverjum og einum svo allir geti tekið þátt.

Endurhæfingin felst í reglulegum æfingum og útivist undir handleiðslu Atla Más Sveinsonar íþróttafræðings sérhæfðum í endurhæfingu krabbameinsgreindra.

Æfingar fara fram í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, tvisvar í viku. Æfingarnar eru ýmist í tækjasal eða skipulagðir hóptímar þar sem unnið er með þrek og styrk. Við inngöngu er innifalið stöðumat og viðtal hjá Atla þjálfara.

Æfingarnar eru fjölbreyttar og farnar öðruvísi leiðir í endurhæfingu. Einu sinni í mánuði er fenginn gestakennari eða farið á aðra staði til að kynnast fjölbreyttri hreyfingu. Til dæmis Bootcamp, Mjölnir, Klifurhúsið, spinning svo eitthvað sé nefnt.

Einnig er útivist eða önnur hreyfing sem stunduð er einu sinni í mánuði t.d. fjallgöngur, útihlaup og hjólreiðar.

Æfingar

Æfingarnar fara fram tvisvar í viku í Heilsuborg sem er til húsa Bíldshöfða 9.

 • Þriðjudaga kl. 17:30
 • Fimmtudaga kl. 17:30
 • Laugardaga (þriðja hvern laugardag): Útivist eða önnur fjölbreytt hreyfing

  Dagskrá vor 2018 

  • 17.febrúar 2018, lau: Gönguskíði í Bláfjöllum
  • 3.mars 2018, lau: Badminton í TBR
  • 8.mars 2018, fim: FítonsYoga
  • 5.apríl 2018, fim: FítonsYoga
  • 14.apríl 2018, lau: Spinning og spa

Hvað kostar og hvað er innifalið?

Æfingargjöld eru 2.500 kr. fyrir áramót og 2.500 kr. eftir áramót.

Það sem er innifalið er:

 • Stöðumat og viðtal við þjálfara
 • Líkamsræktarkort í Heilsuborg á 50% afslætti
 • Æfingar í Heilsuborg undir handleiðslu þjálfara
 • Gestaæfingar og þjálfarar
 • Útivist og önnur hreyfing
 • Þátttakendur gætu þurft að leggja út kostnað fyrir einhverjum viðburðum en leitast verður við að fá sem bestu mögulegu tilboð þegar það á við

Hópurinn er einnig með Facebookhóp sem heitir FítonsKraftur. Ef þið ýtið hér á linkinn farið þið beint inn á hópinn.

Þjálfarinn

Atli þjálfari svarar öllum fyrirspurnum með glöðu geði í síma 663-2252. Nánari upplýsingar um Atla má finna hér

Styrktar – og samstarfsaðilar

Skrá mig í Fítonskraft

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni