Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Að klífa brattann – Gönguhópur

Gönguhópurinn Að klífa brattann var settur á laggirnar eftir fyrirlestur á Lífið er núna Festivali Krafts í janúar 2019.  Gönguhópurinn hóf göngu sína í apríl 2019 og hefur það markmið að vera að öllu jöfnu með tvær göngur í mánuði.

Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sirrý Ágústsdóttir leiða gönguhópinn en þær hafa báðar notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. Þær nota reynslu sína til að gefa öðrum félögum tækifæri á að gera slíkt hið sama. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Að klífa brattann er gönguhópur fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein, eru að koma sér út í lífið eftir veikindin sem og aðstandendur.

Göngurnar eru auglýstar á vefsíðu Krafts www.kraftur.org undir viðburðir. Einnig geturðu fylgst með hópnum og óska eftir inngöngu í hann á Facebook.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni