Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað.
Kraftur er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 16 ára og upp úr.
Hjá Krafti getur þú fengið:
- Jafningjastuðning
- Alhliða ráðgjöf og stuðning
- Sálfræðiþjónustu
- Fjárhagslegan stuðning
- Endurhæfingu
- Markþjálfun
- Ýmist fræðsluefni og fræðslufyrirlestra
- Aðgang að stuðningshópum
- Upplýsingar um réttindi þín og hagsmunagæslu
- Tækifæri að kynnast fólki í sömu sporum og taka þátt í alls kyns viðburðum
Hægt er að sækja um alla þjónustu félagsins undir hverjum þjónustulið.
Öllum Kraftsfélögum er velkomið að nýta sér alla þjónustu sem er í boði Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, sjá nánar á heimasíðu Ráðgjafaþjónustunnar.