Skip to main content

Nura Rashid

„Ég veit hversu erfitt það er að vera útlendingur hér á landi og greinast með krabbamein.“

„Ég ákvað að gerast stuðningsfulltrúi í Stuðningnetinu því ég veit hvað það er erfitt að vera útlendingur að greinast með krabbamein á Íslandi og ég vil aðstoða fólk af erlendum uppruna sem er að ganga í gegnum krabbamein og þá lífsreynslu.

Það var mjög erfið lífsreynsla að greinast með krabbamein og ekki síst því ég er útlendingur og ég á enga fjölskyldu hérna. Ég var með fyrrverandi manninum mínum og börnum og átti ég tvær vinkonur sem voru að vinna með mér og höfðu fengið brjóstakrabbamein. Þær sögðu mér frá sinni reynslu og það hjálpaði mér að undirbúa mig undir mína aðgerð og meðferð. Það hjálpaði mér rosalega mikið að hafa einhverja með svipaða reynslu sem töluðu við mig.

Jafningjastuðningur skiptir rosalega miklu máli. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir konur af erlendum uppruna. Við erum ekki fjölskyldunet til að hjálpa okkur. Við höfum bara vinahópinn en það eru ekki allir vinahópar sem hafa einhvern með þessa reynslu. Þá þarf að leita eitthvert annað. Jafningjastuðningurinn hjálpaði mér mikið vegna þess að það er mjög ólík reynsla að fara í gegnum eitthvað svona í öðru landi. Þú þarft jákvætt fólk í kringum þig sem getur lyft þér upp andlega. Það gerir þér erfiðara fyrir að jafna þig eftir meðferð ef þú hefur ekki þess háttar fólk í kringum þig.
Ég er tilbúin að hjálpa fólki í gegnum meðferðina og að aðstoða við það hvernig er að undirbúa sig undir hana og þess háttar. Sumir þurfa aðstoð lengi meðan aðrir styttra. Stuðningsnetið er ekki bara fyrir Íslendinga heldur eru allir velkomnir sama af hvaða uppruna þeir eru.“

Nura er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu