Skip to main content

Anna María Milosz

„Ég tel það mjög mikilvægt að tala um hlutina og hlusta á aðra og þess vegna er ég í Stuðningsnetinu. – Það er svo gott að pústa við einhvern sem skilur þig.”

„Ég er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu því það er svo gott að tala um hlutina og ég tel mig geta hjálpað öðrum þar sem ég er mjög góð í að hlusta. Það er svo gott að tala um hluti og pústa við einhvern sem hefur svipaða reynslu. Stundum er maður bara ekki í stuði til að tala og þá getur verið gott að hlusta á reynslu annarra og finna að maður er ekki einn. Reynslan mín varðandi krabbamein er jákvæð miðað við allt. Ég lærði mikið um sjálfa mig, mína styrkleika og að hugsa vel um sjálfa mig. Þegar ég var veik var ég með stuðningsfulltrúa en ég gaf mér aldrei tíma til að hitta hana. Ég sé alveg eftir því. Í dag segi ég við alla að það skiptir máli að þyggja stuðninginn því jafningjastuðningur getur hjálpað.”

Anna María er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu