Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Perlað með Krafti á fimmtudaginn

Þetta er tiltölulega auðveld vinna og þar að auki mjög skemmtileg. Allir fá góða leiðsögn og því tilvalið fyrir heilu fjölskyldurnar að hittast og eiga saman skemmtilega stund í þágu góðs málefnis.. Spiluð verða jólalög auk þess sem boðið verður upp á kakó, piparkökur og fleira gómsætt. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/events/1354000417966790/.

Við hvetjum ykkur til að mæta á fimmtudaginn einhvern tímann á bilinu 17.00 – 22.00 en húsið verður opið öllum sem vilja hjálpa okkur við þetta metnaðarfulla verkefni. Kraftur nýtur engra opinberra styrkja og því reiðum við okkur á frjáls framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum. Við þiggjum því með þökkum alla hjálp við að perla armböndin okkar og munum taka vel á móti ykkur á fimmtudaginn.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni