Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Minningarkortin mætt á svæðið!

Kraftur er loksins kominn með sín eigin minningar- og styrktarkort sem hægt er að nálagast á heimasíðu félagsins. 

Kortin eru með mynd eftir Heiðdísi Helgadóttur myndlistakonu. Myndin er einföld en fangar það sem kortið stendur fyrir, samúð og stuðning á erfiðum tímum.
“Ég vildi að kortin myndu sína umhyggju og stuðning fyrir þann sem fengi kortið í hendurnar, eitthvað sem heldur utan um þig” sagði Heiðdís. 

Við vorum svo heppin að fá Reykjavík Letterpress í samstarf við okkur við að útfæra kortin með fallegri letterpress áferð sem gefur þeim dýpt og gerir þau einstaklega falleg og eiguleg.

Með því að kaupa minningarkort Krafts ertu að styrkja minningarsjóð félagsins sem að styrkir aðstandendur til að standa straum af útfararkostnaði þegar félagsmaður Krafts fellur frá vegna krabbameins.

Bæði minningar- og styrktarkortin koma í stílhreinu svörtu umslagi sem gerir þau eftirminnileg. 

Kraftur þakkar Heiðdísi Helgadóttur og Reykjavík Letterpress fyrir þetta frábæra samstarf. 

Hægt er að nálgast kortin hér.

 

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni