Skip to main content

Sunneva

Ég heiti Sunneva og er 28 ára. Ég vinn í fullu starfi í félagsmiðstöð og er einnig að klára íþróttafræði í Háskóla Reykjavíkur. Ég greindist sjálf með heilaæxli 27 ára og fór í fyrstu vakandi heilaskurðaðgerðina sem hefur verið framkvæmd á landinu og í dag er verið að fylgjast með mér reglulega.

Ég er einnig aðstandandi þar sem mamma mín dó úr krabbameini í apríl 2015. ÞEGAR MAMMA LÉST FANNST MÉR ERFITT HVAÐ FÓLKI FANNST ÓÞÆGILEGT AÐ TALA VIÐ MIG UM HANA. Fólk eyddi oft samtölunum eða vildi ekki tala um hana í kringum mig og þannig er það enn í dag tveimur árum síðar. Þetta situr mest í mér þrátt fyrir að ég hafi gengið í gegnum mitt krabbamein sjálf. Ég bið fólk um að vera ekki feimið við að tala um krabbamein, hvorki við aðstandendur né sjúklinginn sjálfan.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna