Skip to main content

Hildur Karen

Ég heiti Hildur Karen og er 32 ára og starfa hjá Medis ehf. Ég greindist með bráðahvítblæði í nóvember árið 2016 en hef nú náð mér að fullu. Áður en ég greindist var ég fullviss að heimurinn myndi farast við að fá krabbamein. En þannig var það alls ekki hjá mér, meðferðirnar gengu eins og í sögu og mér leið aldrei hræðilega. Ég get fullyrt að MÉR LEIÐ ALDREI EINS OG ÉG VÆRI SJÚKLINGUR – eiginlega mjög langt því frá. Ég fékk bara í andlitið risastórt verkefni, sem ég var svo stálheppin að geta klárað með fjölskyldu, vinum og stórkostlegu starfsfólki 11G. Það þarf ekki allt að vera hræðilegt við að fá krabbamein, stundum það getur kennt manni ýmislegt og sett hlutina og lífið í rétt samhengi. Aðallega kenndi það mér að gera meira af því sem er skemmtilegt og minna af því sem er leiðinlegt, því lífið er nefnilega svo langt frá því að vera sjálfgefið.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna