Skip to main content

Halldóra

Halldóra heiti ég og er 34 ára hjúkrunarfræðingur. Ég starfa sem aðstoðardeildarstjóri á Laugarásnum sem er meðferðargeðdeild fyrir ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóm.

Ég á tvö systkini sem hafa greinst með krabbamein. Bróðir minn læknaðist en Stella systir mín lést árið 2011 eftir eins og hálfs árs baráttu við sitt mein. Systir mín var með þungan sjúkdóm og á þessum tíma lærði ég hvað það er sem skiptir máli. Hún var ævintýramanneskja og ferðaðist mikið, sem mér finnst æðislegt að hún hafi fengið að upplifa. En eftir að hún veiktist fór hún að minna fólkið sitt á að við þurfum að muna að njóta þeirra hluta sem okkur þykja svo sjálfsagðir, en eru það í raun ekki. Að muna að njóta litlu hlutana og hversdagsleikans, sem er stærsti partur lífsins. Það hef ég reynt eftir að hún lést og því er setningin mín: AÐ VAKNA, SINNA BÖRNUM OG VINNU FÁ EKKI ALLIR AÐ UPPLIFA – LÍFIÐ ER HVERSDAGSLEIKINN.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna