Skip to main content

Guðný

Ég heiti Guðný Ásgeirsdóttir og er 36 ára sérnámslæknir í heimilislækningum. Ég greindist með brjóstakrabbamein 15. desember 2014 og núna eftir fleygskurð, 6 mánaða lyfjameðferð og 33 geisla er ég krabbameinslaus þó svo að ég þurfi að vera í 10 ár á viðhaldsmeðferð. Ég fékk leyfi frá krabbameinslækninum mínum til að taka pásu á meðferðinni núna til að reyna við barneignir. Ég á nokkur fryst ófrjóvguð egg í Svíþjóð en á þeim tíma sem ég greindist var ekki hægt að frysta ófrjóvguð egg á Íslandi. Ég fékk og fæ mikla og góða aðstoð frá IVF klinikkinni með það ferli allt saman. Það var mikið áfall að greinast með krabbamein en strax í upphafi ákvað ég að reyna að breyta hugarfari og viðhorfi mínu gagnvart krabbameininu mínu – ÉG LEIT Á VEIKINDIN SEM VERKEFNI. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið að hugsa um veikindin eins og verkefni í skóla sem þyrfti einfaldlega að klára og skila inn. Því tala ég um krabbameinið mitt sem „verkefnið”.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna