Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Fuck Cancer Fjallahjólamót til styrktar Kraftsfélögum

21. júní 2019

Laugardaginn 8. júní var haldið Fuck Cancer Fjallahjólamót í Hlíðafjalli á Akureyri. Hópurinn Fuck Cancer – Því lífið er áskorun stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði mótsins í Neyðarsjóð Krafts. Sjóðurinn styrkir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein sem lendir í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda sinna. Þetta var í annað sinn sem hópurinn stóð … Lesa áfram „Fuck Cancer Fjallahjólamót til styrktar Kraftsfélögum“

Sól og sumarstemning á Sumargrilli Krafts

Fimmtudaginn 20. júní hélt Kraftur hið árlega Sumargrill sitt í Guðmundarlundi í Kópavogi. Öllu var til tjaldað á Sumargrillinu þetta árið þar sem það var hluti af afmælisársdagskrá Krafts. Um 200 manns komu og nutu frábærar skemmtunar og samvista með öðrum Kraftsfélögum. Sirkus Íslands var á svæðinu með andlitsmálningu, blöðrudýr og kandífloss fyrir yngstu kynslóðina … Lesa áfram „Sól og sumarstemning á Sumargrilli Krafts“

Rokkað gegn krabbameini!

6. júní 2019

Í maí hélt Tónasmiðjan í Norðurþingi tónleikasýninguna „Lífið er núna – ROKKUM gegn krabbameini“ á Húsavík. Þar komu einstaklingar, einsöngvarar, stórhljómsveit og bakraddir saman og héldu glæsilega sýningu sem var jafnframt minningar- og styrktartónleikar. Tónleikarnir voru til minningar um fólk sem hefur látið lífið vegna krabbameins og voru þeir haldnir til styrktar Krafti. Um 25 … Lesa áfram „Rokkað gegn krabbameini!“

Dagskrá Krafts í júní

3. júní 2019

Sumarið er þvílíkt að byrja vel hjá okkur og er sólin að leika við okkur. Því verðum við með fullt af útiveru hjá Krafti í júní, fjallgöngur, klifur og sumargrill svo eitthvað sé nefnt. En hér er dagskrá júní. Þú getur smellt hér til að nálgast hana sem pdf og þá geturðu smellt á hvern og einn … Lesa áfram „Dagskrá Krafts í júní“

Fjöldi fólks kom saman og tók þátt í Lífið er núna hlaupinu

19. maí 2019

Í dag, 19. maí, hélt Kraftur Lífið er núna hlaupið í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Hlaupið var á þremur stöðum á landinu undir kjörorðunum Lífið er núna, á Fáskrúðsfirði, Ísafirði og í Reykjavik. Á Fáskrúðsfirði hlupu 70 manns og á Ísafirði hljóp Salóme Gunnarsdóttir hálfmaraþon milli Súðavíkurkirkju og Ísafjarðarkirkju í minningu frænda síns … Lesa áfram „Fjöldi fólks kom saman og tók þátt í Lífið er núna hlaupinu“

DAGSKRÁ KRAFTS Í MAÍ

11. maí 2019

DAGSKRÁ KRAFTS Í MAÍ Vormánuðir byrjaðir jibbý jey og er að sjálfsögðu nóg að gera hjá Krafti með skemmtilegum viðburðum. Fastir liðir eins og vanalega og svo Lífið er núna hlaupið , fjallgöngur, Lífið er núna helgin og fræðsla fyrir norðan og í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Þú getur smellt hér til að nálgast … Lesa áfram „DAGSKRÁ KRAFTS Í MAÍ“

Tækifæriskort í samstarfi við Reykjavík Letterpress

8. maí 2019

Hvað segir maður þegar einhver nákominn greinist með lífsógnandi sjúkdóm eins og krabbamein? Það getur oft verið erfitt að finna réttu orðin og oftar en ekki veit fólk ekkert hvað það á að segja við þessar aðstæður. Kraftur hefur í samstarfi með Reykjavík Letterpress hannað og útbúið falleg tækifæriskort einmitt fyrir tilefni sem þessi. Kortin … Lesa áfram „Tækifæriskort í samstarfi við Reykjavík Letterpress“

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni