Skip to main content

Nokkur ráð frá þeim sem hafa reynslu af ástvinamissi

  • Fáðu að gista hjá deyjandi ástvini þínum.
  • Ef þú finnur fyrir þörf til að eiga tíma með deyjandi ástvini í einrúmi þá áttu rétt á að fara fram á það.
  • Leyfðu maka að fá að vera í einrúmi með ástinni sinni.
  • Það er staðreynd að heyrnin er síðasta skynfærið sem fer hjá fólki. Haltu því áfram að tala við deyjandi ástvin þar til yfir líkur og segðu allt sem þig langar til að segja.
  • Talaðu um allt sem þú vilt við þann sem er að deyja, þú getur talað um gamla tíma og rifjað upp hluti eða framtíðina.
  • Ef þú ert ekki náinn aðstandandi eða vinur en hefur þörf fyrir að heimsækja manneskju á dánarbeði hafðu þá samráð við nánustu ættingja viðkomandi.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu