Skip to main content

Mun útlit mitt breytast?

Krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta haft áhrif á líkama, útlit og sjálfsmynd. Það getur verið erfitt að aðlagast breyttum líkama og fyrir suma getur það tekið langan tíma. Það er einnig mjög einstaklingsbundið hvernig tekist er á við þetta og því ekkert eitt einfalt ráð til. Það getur því reynst vel að deila reynslu sinni með öðrum eins og til dæmis stuðningsfulltrúum í Stuðningsneti Krafts. Sumar breytingar á líkamanum eru varanlegar en aðrar ekki en eitthvað af neðangreindu gæti hent þig:

  • Hármissir
  • Þyngdartap eða þyngdaraukning
  • Að fá ör eftir skurðaðgerðir
  • Fá vökvasöfnun eða bjúg
  • Fá húðslit
  • Fá þurrk og særindi í slímhúð
  • Fá sogæðabjúg
  • Verða fyrir útlimamissi
  • Missa brjóst eða eista
  • Fá munnþurrk og tannskemmdir
  • Fá breytta rödd
  • Fá stóma

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu