Skip to main content

Mun ég missa hárið?

Algengasti fylgikvilli lyfjameðferðar er hármissir. Þá er ef til vill tækifæri að prófa nýjar klippingar, litun eða stytta hár þitt í þrepum. Reyndu að nálgast hármissinn á jákvæðan hátt til dæmis er hægt að eiga góða stund með vinum og fjölskyldu þegar hárið er endanlega látið fjúka. Þá má líta á það sem tækifæri að geta valið úr ólíkum hárkollum, höfuðfötum og klútum.

Það er gott fyrir sjálfstraustið að líta vel út miðað við aðstæður. Hugsaðu því vel um þig. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, Ljósið og aðrir bjóða upp á námskeið þar sem veitt er fræðsla um ýmislegt varðandi útlitið, svo sem umhirðu húðar, hárs, förðun og fleira. Margir láta húðflúra á sig augabrúnir. Athugaðu að þú þarft að gera það áður en þú hefur meðferð vegna hættu á sýkingu.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu