Skip to main content

Má ég stunda kynlíf þegar ég er í meðferð?

Já, þú mátt stunda kynlíf því krabbamein er ekki smitandi. En athugaðu að kynlíf er meira en samfarir og þó þú getir ekki stundað hefðbundið kynlíf þá er öll snerting og nánd afar mikilvæg. Geislameðferð virkar einungis á þann stað sem er geislaður og geislunin hvorki smitast né kemst milli ástvinar eða maka á neinn hátt. Hjá einstaklingum sem fá meðferð með geislavirku joði eða innri geislameðferð gilda ákveðnar reglur meðan á meðferð stendur. Krabbameinslyf berast heldur ekki milli fólks hins vegar má finna vott af niðurbrotsefnum í legslímshúð og sæðisvökva og því mælt með að fólk noti smokka við samfarir ef liðnir eru minna en 48 tímar frá lyfjagjöf. Spurðu hjúkrunarfræðinginn eða lækninn um þína lyfjameðferð og smokkanotkun.

Krabbamein og þær meðferðir sem beitt er til að bola því burt hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Það er þekkt að krabbamein hefur oft í för með sér afleiðingar svo sem minnkaða kynlöngun, risvandamál, sársauka við samfarir og neikvæðari líkamsímynd.

Kynlíf fólks er fjölbreytt og fullorðnir stunda sjaldan kynlíf sem snýst bara um eina athöfn. Þó samfarir séu algengur partur af kynlífi þá inniheldur ekki allt kynlíf samfarir.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu