Skip to main content

Má ég fara í skólann eða vinnuna?

Ef þú hefur heilsu til þá er alveg sjálfsagt að mæta í skólann eða vinnuna. En ráðfærðu þig samt alltaf við lækninn þinn.

Sumir vilja bara fara strax í veikindaleyfi meðan aðrir sökkva sér í vinnu eða skóla til að geta hugsað um eitthvað annað en veikindin. En það er mismunandi eftir krabbameinum og meðferðum hversu mikla orku þú munt hafa og því þarf alltaf að taka mið af því.

Ef þú ert í skóla er líka gott fyrir þig að tala við námsráðgjafa til að fá ráðgjöf um hvernig sé best að haga náminu á meðan á veikindum stendur. Ef þú ert á vinnumarkaði þarft þú og yfirmaður þinn líka að finna réttu lausnirnar.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu