Skip to main content

Lærðu að stjórna huganum

Rannsóknir sína að um 60% hugsana okkar eru neikvæðar hugsanir. Það er lífsverkefni að þjálfa jákvæða hugsun. Ímyndaðu þér að 100 atvik eigi sér stað yfir daginn og 99 þeirra eru jákvæð en 1 þeirra er neikvætt. Á hvaða atriði ætlar þú að fókusera?

Því miður er manneskjan þannig gerð að flestir hugsa bara um þetta eina neikvæða og gleyma jafnvel þá þessum 99 jákvæðu. Þú getur breytt þessu hjá þér með ýmsum æfingum.

  • Skoðaðu hvernig þú hugsar.
  • Prófaðu að hætta að kvarta eða einblína á hið neikvæða í 40 daga.
  • Það tekur 40 daga að skapa nýjan vana.
  • Þú munt líklega verða hissa að sjá hvað það er auðvelt að kvarta þó það sé einungis í huganum. Meðvitund er til alls fyrst.
  • Æfðu þig að setja fram þarfir þínar við aðra meðvitað með virðingu. Það styrkir um leið þína eigin sjálfsvirðingu, og þér líður betur.
  • Veldu þér viðhorf.
  • Það er hægt að þjálfa hugann eins og allt annað.
  • Í ofvirkni samtímans erum við oft þrælar hugans. Snúum því við og gerum hugann að þjóninum okkar!

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu