Skip to main content

Hvar fylgist ég með mínum málum?

Í þjónustugátt á vefsvæði Sjúkratrygginga Íslands, getur þú séð greiðslustöðu þína í heilbrigðiskerfinu og m.a. hversu miklum fjárhæðum þú hefur varið í læknis- og lyfjakostnað. Þar getur þú auk þess fylgst með framgangi umsókna til dæmis umsókna um hjálpartæki og fleira.

Á mínum síðum á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins getur þú sótt um endurhæfingarlífeyri og bætur almannatrygginga, fyllt út tekjuáætlanir og sent og móttekið rafrænan póst varðandi þín málefni við stofnunina.

Á mínum síðum á Heilsuveru getur þú átt samskipti við heilsugæslustöðina þína, bókað tíma hjá læknum, óskað eftir endurnýjunum lyfja, læknisvottorðum og fleira.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu