Skip to main content

Hvaða fræðsla er í boði um kynlíf?

Mörgum finnst erfitt að tala um þessi mál sem gerir vandann enn erfiðari. Því er mikilvægt að leita sér upplýsinga og aðstoðar til að koma í veg fyrir frekari vandamál. Heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að meðferð þinni getur leiðbeint þér með ákveðin mál og vísað á sérhæfða þjónustu.

  • Á Landspítalanum er í boði sérhæfð kynlífsráðgjöf fyrir sjúklinga með krabbamein. Ráðgjöfina veitir menntaður kynfræðingur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er einnig starfandi hjúkrunar- og kynfræðingur sem veitir kynlífsráðgjöf. Hægt er að fá ráðgjöf í gegnum myndsímtöl (Skype/Facetime) hjá kynfræðingi Ráðgjafarþjónustunnar.
  • Sérfræðimeðferð við risvandamálum er veitt af þvagfæraskurðlæknum og þvagfæraráðgjöfum.
  • Sérfræðimeðferð kvenna er veitt af kvensjúkdómalæknum.
  • Á vef Krabbameinsfélagsins, www.krabb.is, má finna dæmi um algengar spurningar um krabbamein og kynlíf sem vakna hjá mörgum og svör við þeim.
  • Á vef National Cancer lnstitute, www.cancer.gov eru gagnlegar upplýsingar undir Sexuality and Reproductive lssues.

Hvað er kynlífsendurhæfing?

Kynfræðingar tala um kynlífsendurhæfingu í kjölfar veikinda. Endurhæfingin felst í því að fræðast um þær breytingar sem fólk upplifir í kjölfar veikinda og aðferðir til að lifa og njóta í breyttum líkama. Unnið er með breytta líkamlega eða andlega getu. Það getur verið persónubundið hvað truflar mest en líklega glíma flestir sem hafa greinst með krabbamein að einhverju leyti við sömu afleiðingarnar.

Margir upplifa að þegar þeir takast á við alvarleg veikindi eins og krabbamein ættu þeir ekki að vera að hugsa um kynlíf. Það á kannski við á fyrstu stigum veikinda að kynlíf sé fjarri huga flestra. En það er hinsvegar staðreynd að flestir lifa eftir að hafa læknast af krabbameini. Það er því mikilvægt að huga að kynlífinu í veikindum og eftir þau.

Kynfræðsla fyrir fullorðna er nauðsynlegur hluti af kynlífsendurhæfingu. Slík kynfræðsla fjallar um það hversu fjölbreytt og skemmtilegt kynlíf getur verið ef við erum bara tilbúin að opna hugann fyrir því. Kynfræðsla í slíkri endurhæfingu setur áhersluna á hvað er jákvætt við kynlíf, líkamlegt og andlegt.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu