Skip to main content

Hvað er lyfjameðferð?

Lyfjameðferð felur í sér gjöf frumueyðandi lyfja. Frumueyðandi lyf hafa áhrif á frumur í vexti, það er að segja truflun verður á frumumyndun og þær missa hæfileikann til að skipta og fjölga sér. Algengast er að fólk fái lyfjagjöf í æð en einnig getur það fengið töflur, inngjöf í vöðva, inn í kviðarhólf, undir húð eða í vökvarýmið umhverfis mænu. Í sumum tilvikum er fleiri en ein leið notuð. Það getur verið mismunandi hversu oft og í hversu langan tíma lyfjameðferðin er. Lyfjagjöfin getur staðið í nokkrar mínútur, klukkustundir eða nokkra daga í einu. Mjög misjafnt er hversu lengi lyfjameðferð er beitt. Meðferðin er oftast gefin á göngu- og dagdeildum en stundum krefst hún innlagnar á legudeild. Oft er geislameðferð og/eða lyfjameðferð notuð fyrir eða eftir skurðaðgerð til að auka árangur aðgerðarinnar og þar með líkur á bata.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu