Skip to main content

Hvað er líknarmeðferð?

Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindaferlinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt lengja líf.

Hugmyndafræði líknarmeðferðar:

  • Varðveitir lífið en lítur á dauðann sem eðlileg þáttaskil.
  • Áætlar ekki tímalengd lífs og hefur hvorki í hyggju að lengja né stytta líf.
  • Samþættir líkamlega, andlega og sálræna umönnun.
  • Styður sjúkling til að lifa eins innihaldsríku lífi og hægt er til lífsloka.
  • Styður fjölskyldu sjúklings, hjálpar henni að komast af á sjúkdómstímabili og í sorgarúrvinnslu eftir andlát.
  • Notar þverfaglega teymisvinnu til að takast á við þarfir sjúklings og fjölskyldu hans.
  • Bæta lífsgæði sem getur haft jákvæð áhrif á gang sjúkdóms.
  • Er viðeigandi snemma í sjúkdómsferlinu, samhliða annarri meðferð sem ætlað er að lengja líf. Meðferð getur falið í sér lyfja- og/eða geislameðferð ásamt þeim rannsóknum sem þarf til að gera einkennameðferð sem áhrifaríkasta.

Ýmsir aðilar annast líknarmeðferð.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu