Skip to main content

Hvað er krabbamein?

Krabbamein er samheiti yfir um það bil 200 mismunandi sjúkdóma sem skiptast hver um sig í marga undirflokka. Allir krabbameinssjúkdómar eiga það sameiginlegt að frumur einhvers staðar í líkamanum fara að fjölga sér stjórnlaust. Flest krabbamein myndast í þekjuvef líkamans til dæmis húð eða slímhúðum innri líffæra. Illkynja æxli sem myndast í stoðvefjum líkamans, svo sem beinum og vöðvum, eru kölluð sarkmein. Sum æxli eru góðkynja. Góðkynja æxli eru ekki krabbamein og dreifa sér ekki eins og illkynja æxli gera heldur eru staðbundin. Góðkynja æxli leiða mjög sjaldan til dauða og læknast yfirleitt alltaf. Þau geta þó í vissum tilfellum verið lífshættuleg og hafa stöku sinnum alvarlegar afleiðingar í för með sér og þá er talin ástæða til að fjarlægja þau. Góðkynja æxli hafa sum þann eiginleika að geta þróast yfir í illkynja æxli. Krabbameinsfrumur geta dreifst með blóði og sogæðavökva til eitla og annarra líkamshluta og myndað svonefnd meinvörp þar.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu