Skip to main content

Einangrun – hvað þýðir það?

Sumar krabbameinsmeðferðir krefjast þess að þú sért í einangrun frá öllum nema heilbrigðisstarfsfólki. Ástæðan er sú að ónæmiskerfið þitt er í ruglinu og því meiri líkur á að þú smitist af einhverjum sjúkdómum sem aðrir geta borið mér sér. Meira að segja kvef getur verið hættulegt þegar ónæmiskerfið er afskaplega veikt og því þarftu að vera í einangrun.

Þú getur fengið nánari upplýsingar um einangrun hjá Landspítalanum og öðrum spítölum.

Hvað get ég gert?

Í einangruninni máttu jafnvel ekki fá heimsóknir og því er mikilvægt að þú hafir nóg af dóti til að dunda þér við eins og síma, tölvu, lesefni og handavinnu.

Hvað þarf ég að vera lengi í einangrun?

Það getur verið mismunandi hversu lengi þú þarft að vera í einangrun og það er fylgst með ónæmiskerfinu þínu og hversu sterkt eða veikt það er með því að taka blóðprufur. Einangrunin getur varað allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur.

Má ég fá heimsókn ef ég er í einangrun?

Heimsóknir eru almennt ekki leyfðar til þeirra sem eru í einangrun en nánir ættingjar til dæmis maki, börn og foreldrar, mega koma í heimsókn að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir sem spítalinn setur.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu