Skip to main content

Ég get ekki sofið – hvað get ég gert?

Svefninn er jafn mikilvægur fyrir andlega og líkamlega vellíðan einstaklingsins og matur og hreyfing. Svefnvandamál eru ekki óalgeng hjá þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum. Truflun á svefni getur varað í nokkra mánuði eða jafnvel mörg ár eftir greiningu. Orsakir fyrir truflun á svefni geta verið bæði andlegar, líkamlegar, blanda af hvoru tveggja eða hreinlega slæmar svefnvenjur.

Leiðir að góðum svefni

  • Grundvallaratriði er að forðast allt áreiti fyrir svefninn.
  • Svefnherbergið á að vera dimmt og hljótt og aðeins á að nota það fyrir hvíld, svefn og kynlíf.
  • Það sem getur truflað svefninn er kaffi, te, koffín- og orkudrykkir, áfengi og nikótín.
  • Ekki vera með sjónvarp, síma eða tölvu í svefnherberginu.
  • Forðastu að drekka of mikið fyrir svefninn eða borða of þungan mat.
  • Athugaðu að hafa þægilegan hita í herberginu og fara að sofa alltaf á svipuðum tíma.
  • Mikilvægt er að fá einhverja hreyfingu yfir daginn.
  • Það getur reynst vel að skrá svefnvenjur til að sjá hverju þarf að breyta.
  • Gott er að fara í rúmið þegar þreytan kallar og fara fram úr ef þú nærð ekki að sofna. Oft er það þannig að því meira sem þú reynir að sofna því erfiðara verður það.af
  • Reyndu að nota slökunar- og öndunaræfingar fyrir svefn. Á internetinu er mikið af tónlist og æfingum sem hjálpa fólki að slaka á t.d. á Spotify og Youtube og smáforrit eins og Calm og Headspace. Þú getur stillt símann þannig að hann slökkvi sjálfkrafa á sér eftir ákveðinn tíma.
  • Sumum finnst gott að sofna með hitapúða.
  • Í samráði við lækni er hægt að fá svefntöflur en þær ætti helst að nota í undantekningartilfellum þar sem áhrif þeirra minnka við langvarandi notkun auk þess sem þær geta orðið ávanabindandi með tímanum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu