Skip to main content

Ég er í skóla og í krabbameinsmeðferð hvað get ég gert?

Hversdagslífið getur raskast á meðan á meðferð stendur og eftir meðferð og því er gott að hafa neðangreint í huga.

  • Vertu í góðu sambandi við skólann og kennara og láttu vita um aðstæður þínar.
  • Athugaðu að krabbameinið og meðferðirnar geta haft áhrif á mætinguna í einhvern tíma og það getur komið niður á náminu.
  • Gerðu raunhæfar kröfur til sjálfs þíns þar sem veikindin geta haft áhrif á námsframmistöðu þína.
  • Taktu mið af því að þú ert þreyttari og ekki með eins mikla orku og einbeitingu.
  • Þú gætir þurft að fresta náminu ef þú ert of mikið fjarverandi frá skólanum.
  • Upplýstu skólafélaga um að meðferðin geti haft áhrif á að þú takir ekki eins mikinn þátt í tímum og verkefnum og að það geta orðið líkamlegar og andlegar breytingar hjá þér vegna meðferðar.
  • Athugaðu að fjarnám gæti hjálpað til, vertu í samráði við skólann um það.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu