Skip to main content

Ég er ekki með matarlyst – eru einhver ráð til?

Algengar aukaverkanir krabbameinsmeðferðar eru lystarleysi, ógleði og uppköst, bólgur og sár í slímhúð munns og meltingarvegar en allt getur þetta haft áhrif á matarlystina.

Ef þú ert með litla matarlyst eða átt erfitt með að borða stendur þér til boða viðtal við næringarráðgjafa spítalans sem oft hefur góð ráð. Mundu að hollt mataræði getur hjálpað þér við að fá orku til að takast á við sjúkdóminn.

Nokkur góð ráð til að auka matarlystina:

  • Borðaðu oftar og minna í einu yfir daginn. Reyndu að borða 5-6 smærri máltíðir eða á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki borða of stórar máltíðir.
  • Borðaðu aðalmáltíðina þegar þú hefur mestu lystina. Hjá mörgum er það oft fyrst á morgnana.
  • Forðastu að drekka mikið fyrir og með máltíð. Drekktu frekar milli máltíða og reyndu að drekka vel af vökva.
  • Eigðu alltaf orkuríka bita til að borða á milli mála eins og hnetur, þurrkaða ávexti, osta og næringardrykki (heimagerða eða tilbúna).
  • Ef þú átt erfitt með að borða fasta fæðu er stundum betra að stappa, hakka eða mauka hana. Einnig er hægt að borða fljótandi fæði til dæmis súpur og grauta. Mikilvægt er að hafa fæðuna sem fjölbreyttasta og orkugefandi.
  • Taktu verkjalyf og ógleðilyf um það bil 30 mínútum fyrir máltíðir ef þú finnur fyrir verkjum og ógleði.
  • Hreyfing milli máltíða getur aukið matarlyst. Hvíld á eftir og slökunaræfingar geta hjálpað.
  • Góð loftræsting, rólegt afslappandi umhverfi og jafnvel tónlist geta hjálpað.
  • Það getur verið gott að borða með öðrum, láta annan elda fyrir sig eða fá heimsendan mat.

Hér geturðu fundið líka ógleðiráð

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu