Skip to main content

Ég bý ein(n) og er með krabbamein hvað get ég gert?

Hvort sem þú hefur lagst inn á spítala eða flutt til einhverra á meðan á meðferð stóð getur verið erfitt að koma aftur heim. Það er fullt af fólki búið að vera í kringum þig að annast þig dag og nótt. Núna þegar heim er komið þarftu að standa á eigin fótum. En mundu að þú getur alltaf beðið um hjálp. Þú þarft kannski á hjálp að halda við innkaupin, þrifin eða hvað eina sem þú hefur ekki orku til í augnablikinu. Hlustaðu á líkamann og ekki ofgera þér. Leitaðu frekar aðstoðar því það er fullt af fólki sem vill hjálpa.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu