Skip to main content

Bjargráð við kvíða

Kvíði er eitt af því sem margir sem greinast með krabbamein þurfa að berjast við alla ævi. Kvíði getur borið með sér líkamleg einkenni eins og skjálfta, eirðarleysi, þreytu, verki, ógleði og öran hjartslátt. Kvíði getur einnig haft áhrif á svefn og að fólk sé stöðugt á verði og pirrað. Enn fremur getur viðkomandi einnig verið með áhyggjur og kvíða varðandi framtíð, áhyggjur af eigin framtíð, fjölskyldu, vinum eða eigum.

Bjargráð við kvíða

  • Talaðu um líðan þína við einhvern sem þú treystir eða fagaðila eins og sálfræðing eða lækninn þinn.
  • Gættu þess að fá nægjan svefn. Ef þú átt við svefnvandamál að stríða geturðu skoðað bjargráðin við svefnleysi í kafla 2.
  • Markviss slökun hjálpar. Það eru til bækur, smáforrit og margvíslegt efni um slökun sem og æfingar. Skoðaðu einnig viðaukann aftast í bókinni.
  • Reyndu að hreyfa þig reglulega. Þú getur til dæmis farið út að labba með góðum vini.
  • Reyndu að drekka ekki meira en 1-2 bolla af kaffi eða tei á dag og ekki drekka koffíndrykki seint á daginn.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu