Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Lífið er núna!

Lífið er núna – það þarf kraft til að takast á við krabbamein eru einkennisorð fyrir átak Krafts og vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Átakið stendur frá 11. janúar til 4. febrúar. Hér færð þú allar upplýsingar um Kraft, átakið sjálft, tilgang þess og einstaka viðburði sem því tengist.

Um hvað snýst átakið?

Þetta er fjáröflunar- og árvekniherferð undir yfirskriftinni Lífið er núna – Það þarf Krafti til að takast á við krabbamein og er ætlað að vekja athygli á ungu fólki og krabbameini. Átakið okkar hefst 11. janúar með tónleikum sem haldnir verða á Kex til að vekja athygli á málefninu og því lýkur 4. febrúar sem er alþjóðlegur dagur gegn krabbameini.

Herferðin snýr að því að safna mánaðarlegum styrktaraðilum fyrir starfsemi Krafts þannig að félagið geti haldið áfram að styðja við bakið á því unga fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum þess.

Kraftur fékk þau Annie Mist Crossfit-drottningu, Björgvin Pál landsliðsmarkmann, Jón Jónsson tónlistarmann, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Sögu Garðarsdóttur leikkonu og Þorvald Davíð leikara til að “bera á sér skallann”. Myndirnar sýna fram á að hver sem er getur greinst með krabbamein en um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18 – 40 ára greinast með krabbamein ár hvert á Íslandi. Myndirnar birtast í fjölmiðlum og víðar.

Kraftur mun einnig selja litrík armbönd með áletruninni „Lífið er núna“ en armböndin eru alfarið unnin af sjálfboðaliðum og verða til sölu hér á vefsíðunni okkar til styrktar Krafti.

Hvað er Kraftur?

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Það var stofnað af nokkrum ungum frumkvöðlum árið 1999. Nú, sautján árum síðar, eru félagar Krafts um 570 að tölu og starfsemi félagsins hefur dafnað og eflst með hverju árinu.

Helstu verkefni Krafts eru að halda úti stuðningsneti þar sem jafningjar styðja jafningja, rekstur neyðarsjóðs, sem úthlutar styrkjum til krabbameinsgreindra félaga sinna til að standa straum af læknis- og lyfjakostnaði auk þess sem félagsmönnum gefst kostur á að sækja sálfræðiþjónustu endurgjaldslaust. Frekari upplýsingar um starfsemi félagsins má finna hér.

Hér er myndir frá @krafturcancer

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni