Skip to main content

Nýr sálfræðingur Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar

By 15. ágúst 2016mars 25th, 2024Fréttir

Þorri Snæbjörnsson hefur tekið við sem sálfræðingur Krafts af Eddu M. Guðmundsdóttur. Þorri er klínískur sálfræðingur og hefur hafið störf hjá Krafti og  Ráðgjafarþjónustunni. Hann er ráðinn í 50% stöðu sem mun skiptast niður í að veita sálfræðiaðstoð, sinna stuðningsneti Krafts ásamt öðrum verkefnum. Um er að ræða tilraunaverkefni Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.

Þorri útskrifaðist sem MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor og hefur hlotið starfsréttindi sem slíkur. Útskrifaðist með BS í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og er einnig með diplómu í afbrotafræði frá HÍ. Með náminu vann hann á meðferðarheimili fyrir unglinga og  á endurhæfingargeðdeild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma.
Í starfsnámi sínu var hann á Kleppi, Stuðlum og Reykjalundi. Hann hefur starfað á Bráðageðdeild Landspítala og mun starfa þar áfram samhliða starfi sínu hér.
Við þökkum Eddu fyrir vel unnin störf og bjóðum Þorra hjartanlega velkominn til starfa hjá félaginu.