Skip to main content

„Selfie“ í þágu Krafts

By 12. apríl 2014mars 25th, 2024Fréttir

Fyrirtækið Gengur vel ehf. fefur ákveðið að styrkja Kraft með sérstökum „Selfie“ leik sem er þegar hafinn. Fólk er hvatt til að setja sjálfsmynd af sér, óförðuðu, inn á Facebook síðuna  Benecos – náttúruleg fegurð en fyrir hverja slíka mynd greiðir Gengur vel kr. 1000 til Krafts.

Markmiðið er að fá 1000 mannsekjur til þess að taka þátt og safna þannig einni milljón. Styrkurinn mun fjármagna útgáfu bókarinnar „Þegar foreldrar greinist með krabbamein“ og er leiðarvísir að því hvernig hægt er að tala um krabbamein við börn þegar foreldri greinist. Með bókinni fylgir lítil barnasaga um sama efni.

Benecos snyrtivörurnar eru náttúrulegar, lífrænt vottaðar og á frábæru verði. Þær innihalda engin skaðleg efni heldur styðja við náttúrulega eiginleika húðarinnar. Þess vegna ætlar Gengur vel að gefa hverjum þátttakanda eina Benecos vöru ef viðkomandi setur inn mynd af sér og tekur þannig þátt í að afla fjár til styrktar KRAFTI. Þeir sem styrkja Kraft á þennan hátt geta nálgast gjöfina sína í næsta Heilsuhúsi eða Lifandi markaði. Eina sem  þarf að gera er að sýna myndina af sér á vegg Benecos á Facebook.

Kraftur þakkar þennan góða stuðning um leið og félagið hvetur alla til þess að taka þátt, fá góða gjöf og styrkja félagið okkar um leið. Hægt er að fá allar upplýsingar um Benecos snyrtivörurnar á vefsíðu fyrirtækisins gengurvel.is og á Facebooksíðunni síðunni þeirra.