Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
07.jan..2015

Fjölmenntu í heita pottinn í þágu Krafts!

Þeir eru margir sem hugsa hlýtt til Krafts og vilja styrkja félagið okkar. Tvær vinkonur og HK stúlkur tóku sig til í desember og stóðu fyrir maraþonviðveru í heitum potti til þess að afla fjár fyrir Kraft. Þessar kjarnakonur heita Berglind Hulda Theódórsdóttir og Berglind Stefánsdóttir.
meira
06.jan..2015

SORPA veitir styrki til góðgerðarfélaga. Kraftur var eitt þeirra.

Kraftur stuðningsfélag var eitt þeirra góðgerðafélaga sem hlutu styrk frá SORPU í ár. Styrkurinn gerir félaginu kleift að auka enn þjónustu félagsins við skjólstæðinga sína en sótt var um styrkinn til að setja á laggirnar sérstakan íþróttahóp í samstarfi við Ráðgjafarþjónustu KÍ.
meira
05.jan..2015

Starfsfólk Mekka færir Krafti veglegan styrk

Kraftur nýtur velvilja fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga i formi styrkja og fjárframlaga. Þessir styrkir gera félaginu kleift að halda úti þeim stuðningi sem það veitir ungu krabbameinsveiku fólki og aðstandendum þess. Fyrir jólin fengum við ánægjulegn póst frá starfsfólki Mekka w&s.
meira
22.des..2014

Birtingahúsið gefur Krafti góða gjöf

Þau eru mörg fyrirtækin sem hafa styrkt Kraft á árinu. Eitt þeirra er Birtingahúsið sem ákvað að senda ekki hefðbundin jólakort í ár til viðskiptavina sinna en þess í stað styrkja góðgerðarfélag. Kraftur varð fyrir valinu í ár. Það var stór jólapakki sem borinn var inn á skrifstofu félgsins í morgun.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR