Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
28.apr..2016

Fallegir púðar frá BER

BER fagnar fjölbreytileikanum með því að hanna og sauma púða með brjóst í huga þar sem engir tveir eru eins. Ágóðinn rennur til Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
meira
18.apr..2016

Gallup styrkir Kraft

Það verður seint þakkað nógsamlega sá velvilji sem Kraftur nýtur meðal almennings og einstakra fyrirtækja. Í dag, mánudaginn 18 apríl, barst Krafti myndarlegur styrkur frá Gallup.
meira
11.apr..2016

Kraftur hlýtur góðan styrk frá Hrossarækt og Aurora styrktarfélagi.

Laugardaginn 9. apríl sl. stóð Hrossarækt ehf fyrir glæsilegri stóðhestasýningu í Samskipahöllinni í Kópavogi. Aðstandendur sýningarinnar hafa undanfarin ár styrkt góðgerðarfélög í tengslum við þessa sýningu. Ákveðið var að styrkja Kraft og Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Seldir voru happdrættismiðar á staðnum auk þess sem söfninin mun halda áfram fram að Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hólum í byrjun júlí. Á sýningunni bættist heldur betur við söfnunina þegar Regína Bjarnadóttir kom óvænt fram á milli atriða og tilkynnti, ásamt Hinriki Ólafssyni, leikara og hestamanni, að Aurora, velgerðarsjóður hyggðist leggja söfnuninni lið með því að ánafna hvoru félaginu fyrir sig kr. 2.500.000 auk þess sem styrktarsjóðurinn myndi greiða eina krónu á móti hverri krónu sem safnaðist á vegum Hrossaræktar.
meira
06.apr..2016

Kraftur auglýsir eftir framboðum í stjórn Krafts

Framboð til stjórnar Krafts. Aðalfundur Krafts verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl n.k. Á fundinum verður einn fulltrúi kjörinn í aðalstjórn og tveir fulltrúar í varastjórn. Kraftur auglýsir eftir framboðum í þessi þrjú sæti.
meira