Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst
hefur með krabbamein og aðstandendur
Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
26.ágú..2014

GERUM KRAFTAVERK STYRKTARTÓNLEIKAR KRAFTS

Í tilefni af 15 ára afmælisári Krafts mun félagið efna til Styrktartónleika í Norðuljósasal Hörpu miðvikudaginn 17.september kl. 20. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í neyðarsjóð Krafts sem stofnaður verður formlega þann 1.október á afmælisdegi félagsins. Sjóðurinn á að styðja við bakið á ungu fólki sem hefur ekki efni á að greiða læknis- og meðferðarkostnað vegna óhóflegrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Miðasala er hafin á midi.is og harpa.is. Miðaverð 3900 kr.
meira
19.ágú..2014

Hágæða höfuðföt frá Christine HEADWEAR á mjög góðu verði

Boðið verður uppá lagersölu hágæða höfuðfatnaðar frá Christine HEADWEAR með 50 - 70% afslætti dagana 1. og 8. september nk. kl. 13.00 - 16.00 í húsakynnum Krafts, stuðningsfélags, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
meira
14.ágú..2014

Nýtt logo Krafts

Þann 1. október n.k. verður félagið okkar, Kraftur, 15 ára. Við munum minnast þessara tímamóta á ýmsan hátt og verður fjallað um það sérstaklega síðar. Einn liðurinn í 15 ára afmæli Krafts er að taka í notkun nýtt merki (lógó) félagsins. Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem á heiðurinn að nýja merkinu.
meira
11.ágú..2014

Kraftur fær góðan liðsauka í Reykjavíkurmaraþoninu.

Alla Leið ætlar að styðja við bakið á Neyðarsjóði Krafts með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR