Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst
hefur með krabbamein og aðstandendur
Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
30.sep..2014

Nýr sálfræðingur ráðinn til starfa hjá Krafti

Lilja Sif Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sálfræðingur Krafts. Hún hefur þegar hafið störf og tók við af Önnu Sigríði Jökulsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Helsta verkefni Lilju Sifjar verður að stýra og halda utan um Stuðningsnet Krafts.
meira
25.sep..2014

Spennandi afmælismálþing Krafts á miðvikudaginn.

Við í stjórn Krafts erum afar stolt af dagskrá afmælismálþings félagsins sem verður á miðvikudaginn kemur frá 13.00 - 16.00 í Ráðgjafarþjónustu KÍ, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Meðal annars verður fjallað um möguleika kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, til þess að eignast börn og hvernig eigi að ræða bið börn þegar foreldrar, eða aðrir nánir ástvinir, greinast með krabbamein. Velt verður upp spurningunni af hverju ungar konur mæti síður í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, fjallað verður um kostnað í heilbrigðiskerfinu og fl.
meira
23.sep..2014

Ert þú búinn að næla þér í bol?

Erum með þessa flottu boli til sölu hjá Krafti á 3500 kr. Allur ágóði af bolunum renna beint í Neyðarsjóð Krafts. Grafíski hönnuðurinn Helgi Pétur Lárusson sá um hönnunina á bolunum og Bolasmiðjan sá um framleiðsluna. Þökkum við þeim innilega fyrir hjálpina!
meira
16.sep..2014

ASK arkitektar bjóða öllu starfsfólki sínu á styrktartónleika Krafts

ASK arkitektar buðu öllu sínu starfsfólki og mökum, alls 30 manns, á styrktartónleika Krafts í Hörpunni.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR