Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
15.ágú..2016

Nýr sálfræðingur Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar

Þorri Snæbjörnsson hefur tekið við sem sálfræðingur Krafts af Eddu M. Guðmundsdóttir. Þorri er klínískur sálfræðingur og hefur hafið störf hjá Krafti og Ráðgjafarþjónustunni. Hann er ráðinn í 50% stöðu sem mun skiptast niður í að veita sálfræðiaðstoð, sinna stuðningsneti Krafts ásamt öðrum verkefnum. Um er að ræða tilrauna verkefni Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar.....
meira
11.ágú..2016

Golfmót til minningar um Kára!

Vinir og ættingjar Kára Arnar standa fyrir Káramótinu í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Mótið er minningarmót um Kára Örn Hinriksson fyrrum Kraftsfélaga sem lést síðastliðinn vetur. Mótið verður haldið á sunnudaginn 14.ágúst kl. 16 á Hlíðarvelli. Mótið er haldið til styrktar Neyðarsjóðs Krafts. Hvetjum félagsmenn og golfara til að fjölmenna og minnast góðs félaga og styrka neyðarsjóðinn okkar í leiðinni.
meira
05.ágú..2016

Kæru hlauparar

Kraftur verður á FIT and RUN EXPO sýningunni fimmtudaginn 18.ágúst kl. 15-21 og föstudaginn 19.ágúst kl. 14-20. Erum með merkingar fyrir ykkur til að hafa í hlaupinu ásamt einhverju góðgæti fyrir hlauparann. Ef þið finnið okkur ekki leitið þá bara af appelsínugula básnum í höllinni :) Einnig viljum við benda öllum hlaupurum á Facebookhóp hlaupara Krafts, Hlauptu með Krafti 2016, þar sem við setjum inn hagnýtar upplýsingar er varða hlaupið og hvar hvatningarliðið okkar er staðsett. Ykkar stuðningur er okkar KRAFTUR...þúsund þakkir! ‪#‎hlauptumeðkrafti‬
meira
04.júl..2016

Leitum að sálfræðingi

Kraftur og Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins leita að sálfræðingi í 50% stöðu frá og með 1.ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Hulda Hjálmarsdóttir formaður Krafts (formadur@kraftur.org, s. 847-8352 eða Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður (sigrunli@krabb.is) Áhugasamir sendið umsóknir á formadur@kraftur.org fyrir 17.júlí 2016 eða til Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík, merkt "sálfræðingur".
meira