Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
29.jún..2015

Nýr sálfræðingur Krafts

Edda M. Guðmundsdóttir hefur tekið við sem sálfræðingur Krafts af Lilju Sif Þorsteinsdóttur. Edda er klíniskur sálfræðingur í grunnmenntun en hefur mesta reynslu af því að starfa með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Starfsþjálfun hennar fór fram á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans-Háskólasjúkrahúss, þar sem hún vann auk þess lokaverkefni sitt.
meira
24.jún..2015

Fjöldi manns sótti Sumargrill Krafts

Það var sannkölluð sumarstemning í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær þegar Kraftur stóð fyrir árlegu Sumargrilli félagsins. Ekki er ólíklegt að Ingó veðurguð hafi verið í beinu sambandi við veðurguðina - enda var veðrið eins og best verður á kosið á meðan hann og Hiltor sungu fyrir viðstadda. Alls mættu um 115 manns á hátíðina og skemmtu sér vel í fallegu umhverfi.
meira
22.jún..2015

Prentsýn merkir peysur Krafts

Fyrirtækið Prentsýn, sem sérhæfir sig í merkingu á fatnaði, merkti allar peysur Krafts með hinu nýja og fallega "lógói" félagsins. Prentsýn vann þetta verk án endurgjalds fyrir félagið svo nú mun stjórn og starfsfólk Krafts verða merkt í bak og fyrir á sumargrilli félagsins í Guðmundarlundi á morgun, sem og við aðra viðburði sem félagið stendur fyrir í framtíðinni.
meira
22.jún..2015

Kraftur fær myndarlegan styrk frá Pokasjóði Hagkaups

Fyrir skömmu hlotnaðist Krafti styrkur að upphæð kr. 2.000.000 frá Pokasjóði Hagkaups. Það var Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups sem mætti á skrifstofu Krafts og afhenti Huldu Hjálmarsdóttir, formanni, og Ástrósu Rut Sigurðardóttur, varaformanni, styrkinn.
meira