Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
12.des..2014

Sannur jólaandi Örvars Þórs Guðmundssonar

Ungur fjölskyldumaður, Örvar Þór Guðmundsson, ákvað að safna peningum í gegnum Facebook síðu sína til þess að styrkja þá sem glíma við einhvers konar veikindi sem hafa áhrif á fjárhaginn. Í ár leitaði hann til Krafts um að velja nokkrar fjölskyldur úr hópi félagsmanna sem hafa átt erfitt fjárhagslega vegna krabbameinsveikinda á heimilinu. Það var ánægjuleg stund þegar hringt var í fólkið og því tilkynnt um óvæntan fjárstuðning á erfiðum tímum.
meira
04.des..2014

Dúndurfréttir, glæsilegt happdrætti og jólaveitingar í boði Krafts í kvöld!

Nú er allt að verða klárt fyrir aðventukvöldið, rauði dúkurinn, kertin, Maltið og Appelsínið, flatkökurnar og hangiketið, síldarsalatið, laufabrauðið, strákarnir í Dúndurfréttum á leiðinni, fjöldi innpakkaðra vinninga, Jóhanna Hannesdóttir rithöfundur hefur þjálfað röddina og les uppúr bókinni sinni, 100 heilsuráð til langlífis. Jólakonfekt Krafts verður til sölu á staðnum (og á veisluborðinu). Þið sjáið um rest; þ.e. að mæta í jólaskapinu kl. 18.00 í Skógarhlíðina. Mætum með maka, börn, barnabörn, tengdabörn, ömmu og afa og vini. Munið, það kostar ekkert inn. Allir fá happdrættismiða við innganginn.
meira
29.nóv..2014

Alla leið styrkir Neyðarsjóð Krafts með jólakertasölu

Alla leið hefur í samstafi við Kraft hafið söfnun fyrir Neyðarsjóð Krafts með árlegri jólakertasölu. Allur ágóði af sölunni mun renna óskiptur til Neyðarsjóðs Krafts. Sjóðurinn mun koma til með að styðja við ungt fólk með krabbamein sem lendir í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna og hækkandi greiðslubyrgði einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Jólakertin verða til sölu á hinni árlegu jólasölu í Bláa húsinu á Siglufirði nú um helgina þann 30.nóvember og á aðventukvöldi Krafts þann 4.desember næstkomandi. Hvetjum Kraftsfélaga sem og aðra til að skella einu í jólapakkann eða til að hafa fyrir sig á aðventunni.
meira
26.nóv..2014

Afmælisblað Krafts komið út

Fimmtán ára afmælisblað Krafts kom út í dag og erum við afar stolt af útkomunni. Við þökkum Ragnheiði fyrir að ritstýra blaðinu svo snilldarlega og öllum þeim greinarhöfundum sem komu að því að skrifa í blaðið. Afdrifamikið ár í lífi Krafs sem er hægt að lesa allt um í afmælisblaðinu Einnig þökkum við öllum styrktaraðilunum sem komu að útgáfu blaðsins okkar. Ýttu á "meira" tl að sjá blaðið í fullri lengd.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR