Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
05.okt..2015

Úthlutun úr Neyðarsjóði Krafts

Kraftur auglýsir eftir umsóknum í Neyðarsjóð Krafts. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember sl. en úthlutað verður úr sjóðnum fyrir lok nóvembermánaðar. Þeir einir sem eru félagsmenn í Krafti á aldrinum 18 - 45 ára geta sótt um í sjóðinn. Skilyrði er að viðkomandi hafi greinst með krabbamein og einungis er veittur styrkur til að standa straum af beinum læknis- og lyfjakostnaði, skv. gögnum þ.a.l sem fylgja þurfa umsókn.
meira
29.sep..2015

Borgarleikhúsið bauð Krafts-félögum á Billy Elliot

Borgarleikhúsið var svo rausnarlegt að bjóða Krafti 50 miða til ráðstöfunar fyrir félaga sína á leiksýninguna Billy Elliot þann 24. september sl. Þar sem ekki var hægt að bjóða öllum félögum Krafts á sýninguna, ákvað Kraftur að bjóða nýgreindum félögum og fjölskyldum þeirra og auk þess tryggum félögum Krafts sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins í gegnum árin. Það var sannarlega gaman að geta boðið þessum félögum okkar og fjölskyldum þeirra miða á þessa frábæru sýningu sem allir þáðu með þökkum. Kraftur þakkar Borgarleikhúsinu af alhug þann hlýhug sem það sýndi Krafti með þessu góða boði um leið og við hvetjum alla til þess að fara og sjá þessa stórkostlegu sýningu.
meira
14.sep..2015

Skorum til góðs!

Radisson Blu hótelin á Íslandi, Hótel Saga og Hótel 1919 héldu mót í mannlegu fótboltaspili um helgina þar sem samstarfsaðilum og starfsmönnum hótelanna var boðið að etja kappi og rann ágóðinn af þátttökugjöldum mótsins beint til Krafts sem var um 300.000 kr. Er þetta partur af samfélgsátaki hótelanna sem ber yfirskriftina Skorum til góðs. Á myndinni má sjá Huldu formann Krafts ásamt Valgerði markaðsstjóra Hótel Sögu og starfsfólki Radison Blu hótelanna. Kraftur þakkar innilega fyrir sig!!!
meira
19.ágú..2015

Kærkominn styrkur til Neyðarsjóðsins frá Ment2Move

Kraftur færir fyrirtækinu Ment2Move ehf.bestu þakkir fyrir 750.000 kr. styrkinn sem Bóel Hjarta framkvæmdastjóri fyrirtækisins ánafnaði Neyðarsjóðnum í minningu systur sinnar, Sirrý Hjartardóttur, sem lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram en hún hefði orðið 45 ára 30. ágúst næstkomandi.
meira