Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
27.jan..2016

Núvitundarnámskeið á frábæru verði

Núvitundarnámskeiðið hefst nk. mánudag, 1. febrúar og verður haldið í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, og er frá kl. 13.00 – 14.30 vikulega í átta skipti.
meira
23.jan..2016

Sigrumst á því saman

Átakið okkar #shareyourscar hefur gengið afskaplega vel og margir deilt örum sínum og sögum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í tilefni af því heldur Kraftur ÖR-ráðstefnuna - Sigrumst á því saman - þriðjudaginn, 26. janúar klukkan 17:30 í Stúdentakjallaranum.
meira
11.jan..2016

#shareyourscar

Við vorum að hrinda af stað átakinu #ShareYourScar. Átakið snýst um vitundarvakningu allra um ungt fólk og krabbamein, krabbamein er ekki tabú og kemur öllum við. Kraftur vill vekja almenna athygli á krabbameini en sér í lagi á krabbameini hjá ungu fólki en um 70 einstaklingar á aldrinum 18-40 ára að aldri greinast með krabbamein á hverju ári. Kraftur vonast til að landsmenn allir taki þátt í átakinu en fólk getur tekið þátt með því að deila sínu öri og tala opinskátt um sína reynslu. Þeir sem ekki bera ör geta lagt átakinu lið með því að fara inn á www.kraftur.org og deila þeim myndum sem þar eru. Þeir sem bera ör vegna annarra ástæðna geta líka deilt sínu öri til að styðja við málefnið.
meira
08.des..2015

Geðveik Jól - Toyota styrkir Kraft

Í ár tekur Toyota þátt í Geðveikum Jólum með frumsamið lag og texta og með framlagi sínu styrkja þeir KRAFT. En þar keppa fyrirtæki sín á milli um „geðveikasta jólalagið“ sem ýmist er samið af starfsmönnum þeirra eða saminn er nýr texti við eldra útgefið lag. Um leið er markmið átaksins að næra geðheilsu starfsmanna, hressa upp á móralinn, leyfa starfsmönnum að skína og láta gott af sér leiða. Söfnunin stendur til kl. 17:00 þann 10.desember svo við hvetjum fólk að fara inn á heimasíðu Geðveikra Jóla og kjósa :) Hægt er að heita á lag Toyota inn á www.gedveikjol.is þá með frjálsum framlögum eða senda SMS til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Sendið textann ,,1003“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr. Sendið textann ,,1003“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr. Sendið textann ,,1003“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr.
meira