Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
19.ágú..2015

Kærkominn styrkur til Neyðarsjóðsins frá Ment2Move

Kraftur færir fyrirtækinu Ment2Move ehf.bestu þakkir fyrir 750.000 kr. styrkinn sem Bóel Hjarta framkvæmdastjóri fyrirtækisins ánafnaði Neyðarsjóðnum í minningu systur sinnar, Sirrý Hjartardóttur, sem lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram en hún hefði orðið 45 ára 30. ágúst næstkomandi.
meira
18.ágú..2015

Bás í Laugardalshöllinni og hvatningarlið við JL húsið.

Reykjavíkurmaraþonið er framundan. Eins og nærri má geta er þessi viðburður ein mikilvægasta fjáröflunarleið Krafts. Félagið verður með bás í Laudardalshöllinni á og föstudag og hvetjum við ykkur öll, sem hlaupið fyrir Kraft, til þess að koma við hjá okkur og sækja sérstaka merkingu sem sýnir að þið hlaupið fyrir félagið. Í básnum verður félagið kynnt auk þess sem við verðum með boli og bækur til sölu og bjóðum uppá eitthvað heilsusamlegt í gogginn.
meira
10.ágú..2015

Karlarnir og kúlurnar. Fyrstur kemur - fyrstur fær!

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Góðra hálsa, Frískra manna og Krafts þar sem karlar sem fengið hafa krabbamein fá tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. Leikið verður að Bakkakoti í Mosfellsdal fimmtudaginn 10. september 2015 kl. 10-15. Jón Karlsson PGA-golfkennari mun leiðbeina þátttakendum um réttu golfsveifluna áður en haldið er út á golfvöll. Leikið verður fjögurra manna Texas Scramble.
meira
10.ágú..2015

Vilt þú hlaupa með Krafti í Reykjavíkurmaraþoninu?

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið en það fer fram þann 22. ágúst. Við hjá Krafti minnum á félagið okkar og hvetjum alla sem vilja leggja okkur lið til að hlaupa fyrir Kraft eða heita á þá hlaupara sem hafa þegar skráð sig undir merkjum félagsins. Kraftur verður með kynningarbás í Laugardalshöllinni dagana fyrir hlaupið og þangað eru allir hlauparar, sem ætla að hlaupa fyrir Kraft, velkomnir til að fá afhentan merkimiða frá félaginu sem þeir geta merkt sig með í hlaupinu. Þar munu fullltrúar Krafts verða og kynna félagið. Þá mun Kraftur hafa á a skipa öflugu stuðningsliði í hlaupinu sjálfu sem verður áberandi á hlaupaleiðinni. En fyrst og fremst hverjum við félaga, vini og velunnara til að styrkja Kraft og hjálpa okkur þannig við að hjálpa ungu krabbameinsveiku fólki og aðstandendum þess. Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið en það fer fram þann 22. ágúst. Við hjá Krafti minnum á félagið okkar og hvetjum alla sem vilja leggja okkur lið til að hlaupa fyrir Kraft eða heita á þá hlaupara sem hafa þegar skráð sig undir merkjum félagsins. Kraftur verður með kynningarbás í Laugardalshöllinni dagana fyrir hlaupið og þangað eru allir hlauparar, sem ætla að hlaupa fyrir Kraft, velkomnir til að fá afhentan merkimiða frá félaginu sem þeir geta merkt sig með í hlaupinu. Þar munu fullltrúar Krafts verða og kynna félagið. Þá mun Kraftur hafa á a skipa öflugu stuðningsliði í hlaupinu sjálfu sem verður áberandi á hlaupaleiðinni. http://www.hlaupastyrkur.is/
meira