Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst
hefur með krabbamein og aðstandendur
Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
16.sep..2014

ASK arkitektar bjóða öllu starfsfólki sínu á styrktartónleika Krafts

ASK arkitektar buðu öllu sínu starfsfólki og mökum, alls 30 manns, á styrktartónleika Krafts í Hörpunni.
meira
04.sep..2014

Atlantsolía, tryggur styrktaraðili Krafts, býður í Húsdýragarðinn.

Atlantsolína hefur alltaf stutt dyggilega við bakið á Krafti og til marks um það styrkir fyritækið styrktartónleika Karfts i Hörpunni þann 17. september á myndarlegan hátt. Um næstu helgi ætlar Atlantsolía að bjóða dælulykilshöfum og fjölskyldum þeirra frítt í Húsdýragarðinn. Meðal dælulykilshafa eru fjölmargir félagar í Krafti. Við hvetjum alla dælulykilshafa til að nýta sér þetta frábæra tilboð vina okkar í Atlantsolíu.
meira
26.ágú..2014

Gerum Kraftaverk Styrktartónleikar Krafts

Í tilefni af 15 ára afmælisári Krafts mun félagið efna til Styrktartónleika í Norðuljósasal Hörpu miðvikudaginn 17.september kl. 20. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í neyðarsjóð Krafts sem stofnaður verður formlega þann 1.október á afmælisdegi félagsins. Sjóðurinn á að styðja við bakið á ungu fólki sem hefur ekki efni á að greiða læknis- og meðferðarkostnað vegna óhóflegrar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. Miðasala er hafin á midi.is og harpa.is. Miðaverð 3900 kr.
meira
19.ágú..2014

Hágæða höfuðföt frá Christine HEADWEAR á mjög góðu verði

Boðið verður uppá lagersölu hágæða höfuðfatnaðar frá Christine HEADWEAR með 50 - 70% afslætti dagana 1. og 8. september nk. kl. 13.00 - 16.00 í húsakynnum Krafts, stuðningsfélags, Skógarhlíð 8, Reykjavík.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR