Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
17.feb..2015

Nýtt stuðningsfulltrúanámskeið að byrja!

Þann 24. og 25. febrúar næstkomandi verður haldið stuðningsfulltrúanámskeið fyrir fólk sem vill gerast stuðningsfulltrúar og veita jafningjastuðning. Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og starfsmaður Stuðningsnets Krafts, sér um alla fræðslu á námskeiðinu, en markmiðið er að búa fólk undir að miðla af reynslu sinni og veita stuðning þeim sem hafa svipaðan reynsluheim að baki og þeir sem sitja námskeiðið. Námskeiðið er tvö kvöld, frá 18:00 til 21:30 og boðið verður upp á veitingar. Fyrir skráningu og nánari upplýsingar skal hafa samband við Lilju í gegnum netfangið salfraedingur@kraftur.org eða í síma 866-9618 fyrir 20. febrúar næstkomandi. Hvetjum Kraftsfélaga til að skrá sig á námskeiðið!
meira
03.feb..2015

Námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem eiga, eða hafa átt krabbameinsveika ættingja.

Við vekjum athygli á þessum námskeiðum sem Ljósið býður uppá fyrir börn, unglina og ungmenni sem eiga eða hafa átt náinn ættingja með krabbamein. Nánari upplýsingar eru á plakatinu.
meira
07.jan..2015

Fjölmenntu í heita pottinn í þágu Krafts!

Þeir eru margir sem hugsa hlýtt til Krafts og vilja styrkja félagið okkar. Tvær vinkonur og HK stúlkur tóku sig til í desember og stóðu fyrir maraþonviðveru í heitum potti til þess að afla fjár fyrir Kraft. Þessar kjarnakonur heita Berglind Hulda Theódórsdóttir og Berglind Stefánsdóttir.
meira
06.jan..2015

SORPA veitir styrki til góðgerðarfélaga. Kraftur var eitt þeirra.

Kraftur stuðningsfélag var eitt þeirra góðgerðafélaga sem hlutu styrk frá SORPU í ár. Styrkurinn gerir félaginu kleift að auka enn þjónustu félagsins við skjólstæðinga sína en sótt var um styrkinn til að setja á laggirnar sérstakan íþróttahóp í samstarfi við Ráðgjafarþjónustu KÍ.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR