Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
26.nóv..2015

Glæsilegt aðventukvöld Krafts

Fimmtudaginn 3. desember n.k. verður haldið aðventukvöld hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í ár verður dagskráin sérstaklega glæsileg auk þess sem mikið hefur verið lagt í veitingar og happdrætti. Aðventukvöldið verður í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins. Hátíðin hefst kl 18.00 en fljótlega eftir að gestir koma í hús les Jón Gnarr upp úr nýrri bók sinni, Útlaganum. Eftir það verður gestum boðið uppá létt jólahlaðborð og síðan tekur Jón Jónsson við og syngur nokkur lög. Síðasti liðurinn á dagskránni verður hið stórglæsilega happdrætti Krafts sem aldrei hefur verið fjölbreyttara og glæsilegra en nú. Leynigestur í litríkum jólabúningi dregur út vinningana en allir sem mæta frá happdrætttismiða við innganginn.
meira
16.nóv..2015

Sérmerkt konfekt frá Nóa til styrktar Krafti

Kraftur selur fyrir jólin konfekt frá Nóa til styrktar starfseminni. Nú hefur félagið látið hanna sérstakar jólaumbúðir utan um konfektið. Um er að ræða 1 kg. pakkningar í afar fallegum rauðum jólaumbúðum. Hver kassi kostar kr. 3.900 og hægt er að panta konfektið með því að hringja í síma Krafts, 866-9600 eða senda tölvupóst á kraftur@kraftur.org
meira
12.nóv..2015

Glæsileg dagskrá á aðventukvöldi Krafts þann 3. desember

Hið árlega aðventukvöld Krafts verður að haldið þann 3. desember og hefst hátíðin klukkan 18.00 í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Reykjavík. Tveir landsþekktir Jónar mæta á svæðið, nýstárlegur jólasveinn dregur út fjölda happdrættisvinninga og jólahlaðborðið hefur aldrei verið veglegra.
meira
05.nóv..2015

Stómasamtökin verða með félagsfund í kvöld, 5. nóvember.

Stómasamtökin verða með félagsfund í kvöld, fimmtudaginn 5. nóvember. Fyrirlesari verður Rósa Björg Karlsdóttir en hún hefur gengið í gegnum ristilkrabbamein og er með stóma eftir þann slag. Rósa Björg ætlar að deila með okkur reynslu sinni af hvorutveggja. Meðlimir í Ristilfélaginu verða gestir á fundinum. Fundur hefst kl. 20:00 í Skógarhlíð 8 en húsið opnar 19:30. Kaffiveitingar verða í boði.
meira