Beint á efni síðunnar

Forsíða

Hafa samband
18.nóv..2014

Aðventukvöld Krafts 4. desember

Aðventukvöld Krafts verður haldið í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins fimmtudaginn 4.desember. Aðventukvöldið verður óvenju glæsilegt í ár. Dagskráin hefst kl. 18.00 með hálftíma tónleikum hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem kemur fram með órafmagnaða útgáfu og spilar fyrir okkur nokkur lög og Jóhanna S. Höskuldsdóttir verður með jólabókaupplestur upp úr bók sinni 100 heilsuráð til langlífis. Einnig verður jólahappdrætti og verður dregið úr glæsilegum vinningum. Létt jólahlaðborð og almenn gleði. Við hvetjum alla Kraftsfélaga til að mæta með börn og buru, vini og vandamenn og eiga saman góða kvöldstund á aðventunni.
meira
03.nóv..2014

Vilt þú deila að reynslu þinni og hjálpa öðrum?

Þann 20. og 21. nóvember næstkomandi verður haldið stuðningsfulltrúanámskeið fyrir fólk sem vill gerast stuðningsfulltrúar og veita jafningjastuðning hjá Stuðningsneti Krafts. Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og starfsmaður Stuðningsnets Krafts, sér um alla fræðslu á námskeiðinu, en markmiðið er að búa fólk undir að miðla af reynslu sinni og veita stuðning þeim sem hafa svipaðan reynsluheim að baki og þeir sem sitja námskeiðið. Námskeiðið er tvö kvöld, frá 18:00 til 21:30 og boðið verður upp á veitingar.
meira
30.okt..2014

Stuðningur við ekkjur og ekkla.

Ný dögun og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins bjóða ekkjum og ekklum að taka þátt í starfi tveggja stuðningshópa í haust, Að missa maka á yngri árum og Að missa maka á efri árum. Kynningarfundur verður í kvöld, 30. október 2014, kl. 20.00 í Safnaðarheimili Háteigskirkju.
meira
30.sep..2014

Nýr sálfræðingur ráðinn til starfa hjá Krafti

Lilja Sif Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sálfræðingur Krafts. Hún hefur þegar hafið störf og tók við af Önnu Sigríði Jökulsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Helsta verkefni Lilju Sifjar verður að stýra og halda utan um Stuðningsnet Krafts.
meira

MYNDBÖND  REYNSLUSÖGUR